Ellefta tilfellið greint í Eyjum, kennari við Hamarsskóla smitaður

Kennari í Hamarsskóla hefur greinst með kórónaveirusýkingu en hann hefur ekki verið við kennslu undanfarna daga. Í varúðarskyni hefur þó verið tekin ákvörðun um að til sunnudags, nema annað verði ákveðið,  fari starfsmenn og nemendur starfsstöðvarinnar í úrvinnslukví á meðan rakningarteymi vinnur úr upplýsingum. Í framhaldi verður haft samband við þá sem þurfa að fara í lengri sóttkví. Áréttað skal að um öryggisráðstöfun er að ræða til að hindra mögulega útbreiðslu smits á meðan málið er skoðað nánar.

Búið er að greina starfsmönnum og foreldrum frá stöðunni sem upp er komin.

Farið verður yfir stöðuna með viðbragðsaðilium eftir því sem hún skýrist og foreldrar og starfsmenn upplýstir um þróun mála.

Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.