Ellefu einstaklingar hafa boðið sig fram í fjögur efstu sætin í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar af eru tveir Eyjamann og aðeins annar þeirra búsettur í Vestmannaeyjum. Eins og fram kom á Eyjafréttum.is í gærkvöld, sækist Guðrún Erlingsdóttir eftir 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar en auk þess sækist Eyjamaðurinn Bergvin Oddsson eftir 3. sætinu en Bergvin hefur undanfarin ár verið búsettur í Grindavík.