Ef dimmir í lífi mínu um hríð
Eru bros þín og hlýja svo blíð
Og hvert sem þú ferð
Og hvar sem ég verð
�?arf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.
Hugtakið mannúð er ekki léttvægt. Í því felst að við mennirnir eigum okkur sérstakan eiginleika sem ekkert annað af dýrum merkurinnar deilir með okkur. Við getum fundið fyrir samlíðan, elsku og brennandi þörf fyrir að hjálpa. Við viljum öðrum vel og erum til í að fórna og gefa með það fyrir augum að styðja við bakið á þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum fyrirbyggja raunir og vinna gegn öllu sem stríðir gegn velferð. Rauði krossinn er elsti og virtasti farvegur þessarar sérstöku sammannlegu gæsku. Í ár fagnar Vestmannaeyjadeild Rauða krossins sínu 75 aldursári en deildin var stofnunuð 23. mars 1941.
Fyrir samfélag sem okkar hér á einangraðri eyju hefur starfsemi Rauða krossins reynst ómetanleg. Svo víðfemt er starf þeirra að nánast ógjörningur er að fjalla um það á tæmandi máta í stuttum skrifum. �?að spannar þætti eins og starf heimsókna vina sem rjúfa einangrun fólks, veita félagsskap og sýna vináttum heimsóknum �?? yfir í neyðavarnir sem eru einn af hornsteinum Rauða krossins.
�?eir einstaklingar hér í Eyjum sem eiga eða hafa átt velferð sína að þakka Rauða krossins eru ófáir. Á sama hátt hefur Rauði krossinn reynst öflugur farvegur fyrir fórnfýsi fjölmargra Eyjamanna sem í gegnum það hafa tekið þátt í margvíslegu stuðningsstarfi fyrir þá sem minna mega sín annarstaðar á Íslandi eða hvar sem er annarstaðar í heiminum.
�?að ber ekki ætíð mikið á starfsemi Rauða krossins hér í Eyjum en starfið þar er í senn öflugt og mikilvægt. Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar óska ég Vestmannaeyjadeild Rauða krossins hjartanlega til hamingju með afmælið og færi þeim dýpstu þakkir fyrir óeigingjarnt starf fyrir bæði nær- og fjærsamfélagið.
Staðreyndin er enda sú að eins og textabrot Rúnars Júlíussonar hér í upphafi segir þá þarf fólk eins þau fyrir samfélag eins og okkar.
Elliði Vignisson
bæjarstjóri