Í dag hef ég mikið verið spurður afhverju ekki sé farið að dýpka enda ölduhæð undir 2m. Eins og oft eru margar sögur sagðar (áhöfnin ekki í Eyjum, skipið kemst ekki að vegna grynninga, skipið bilað og fl.). Hið sanna er að til þess að skip geti athafnað sig þarf ölduhæðin að vera undir 2 metrum og eftir því sem aldan er lengri þarf ölduhæðin að vera minni. Núna um hádegi var öldulengdin um 85m og því enn ekki mögulegt fyrir skipið að athafna sig. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá er allt klárt og lagt verður af stað um leið og mögulegt verður.
�?ótt veðurspáin sé góð eru ekki miklar [í raun engar] vonir til að það takist að opna höfnina í þessari lotu. Mat sérfróðra er þó að ekki þurfi nema 5 daga af blíðu til að opna höfnina. Hér er ástæða til að vara við því að byrja að telja daga því eins og gefur að skilja þá grynnkar í slæmum veðrum og á það sérstaklega við þegar í raun þarf að grafa skurði eftir botnin þar sem verið er að reyna að ná dýpi fyrir núverandi skip sem ristir meira en æskilegt er fyrir þessar aðstæður.
Við þetta má bæta að ég man ekki til þess að aðstæður hafi verið jafn góðar og núna á þessum árstíma hvað dýpi varðar. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan er vandamálið mjög staðbundið eða nánast eingöngu á milli garða en þar er dýpið um 3 metra þar sem grynnst er (í meðalsjó eru það um 5 metrar og eðli málsins samkvæmt meira á flóði og skipið á því ágætt með að athafna sig). �?á er einnig orðið fullgrunnt á rifinu en að sögn kunnugra er aðgengilegra að dýpka þar og það því ekki höfuð áhyggjuefni.
Von okkar og trú er að öllum sé nú ljóst að dýpi yfir þyngsta veturinn verður ekki tryggt eingöngu með dýpkunarskipum. Til þarf að koma búnaður �??fastur eða færanlegur- sem haldið getur dýpi án svo mikilla takmarkana.
Fernt er því mjög jákvætt í stöðunni:
a. Dýpi er meira en áður.
b. Dýpisvandamál er staðbundnara en áður.
c. �?að eykur mjög allan möguleika á að leysa vandann með öðrum búnaði en skipum með þeim miklu takmörkunum sem þeim fylgja.
d. Vel er tekið í það af yfirvöldu að kynna lausnir hvað þetta varðar fljótlega og hafa bæjaryfirvöld kallað eftir því að hugmyndir verði kynntar snemma vors, framkvæmdir boðnar út í vor og næsti vetur nýttur í að þróa verkferlla þannig að reynsla sé komin á áður en hið nýja skip kemur.
�?g bið fólk um að sýna því skilning að með þessum skrifum er ég ekki að gefa í skyn að ég eða aðrir bæjarfulltrúar stjórnum þessum málum. Hér er bara verið að reyna að miðla upplýsingum.