Elliði Vignisson fundaði í síðustu viku með ýmsum þingmönnum vegna boðaðra breytinga á sýslumanns- og lögregluembættum. Þá var einnig rætt um sameiningaráráttu ríkisins og aðra ógn sem steðjar að landsbyggðinni. Elliði boðaði til fundarins í þeim tilgangi að gera tilraun til að mynda þverpólitíska brjóstvörn gegn þeim gegndarlausu árásum sem á Eyjarnar dynja. Elliði segir fundinn hafa verið afbragðs góðan og að þingmenn hafi lýst skilningi sínum á stöðunni.