Elsa er fædd 1966 og býr á Selfossi með tveimur börnum sínum. Hún hefur verið framkvæmdstjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá árinu 2000, þar áður m.a starfað sem heilbrigðisfulltrúi og lífeindafræðingur. Elsa útskrifaðist B.sc, lífeindafræðingur frá Tækniskóla Íslands 1989 og er nú einnig í mastersnámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Elsa hefur setið í stjórn Samtaka framsóknarkvenna á Suðurlandi frá árinu 1999, verið í stjórn Landssambands framsóknarkvenna árin 2001-2004 auk þess að hafa tekið virkan þátt í starfsemi flokksins undanfarin áratug.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst