Elvis í Safnaðarheimilinu í kvöld
21. desember, 2015
Styrktartónleikar �?skulýðafélags Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum verða haldnir í Safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20:00. Yfirskrift tónleikanna er Jól með Elvis en prógramið verður yfirfullt af lögum sem eru þekkt í flutningi Elvis Presley. Sæþór Vídó fer fyrir gullfallegum flokki tónlistarmanna. Húsið opnar kl. 19:00 og miðar eru seldir við innganginn á kr. 2.000.- Heildverslun Karls Kristmanns sér svo um að veita gott með kaffinu. Ágóðinn rennur óskiptur til �?skulýðsfélagsins.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst