,,Ef við spilum okkar leik, vinnum við,�?? sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins þegar liðið var að fara inn á Laugardalsvöll þar sem það mætti Hollandi í forkeppni Evrópumeistarmótsins. Hvort aðrir en hann og hinn sænski Lars Lagerbeck trúðu þessari fullyrðingu er ómögulegt að segja en Heimir og Lars fengu leikmenn sína til að trúa á mátt sinn og megin og það var nóg. Holland, með allar sínar stjörnur sá aldrei til sólar í leiknum og þarna fór boltinn að rúlla fyrir alvöru. Tvíefldir eftir að hafa átt stóran möguleika á að komast á heimsmeistaramótið í Brasilíu 2014 lögðu okkar menn upp í ferð sem enn sér ekki fyrir endann á. �?eir komust á EM í Frakklandi þar sem þeir skrifa nýjan kafla í hinni alþjóðlegu knattspyrnusögu í hverjum leik. Síðasti kaflinn var sigur á Englendingum í Nice á mánudaginn sem skilar Íslandi í átta liða úrslitingegn Frökkum á sunnudaginn. �?að þarf kannski að vera í útlöndum til að trúa því hvað framganga Íslendinga á EM er stór í alþjóðlegu tilliti. Í flugvél frá Kaupmannahöfn til Noregs er júníblað SAS þar sem er stórt viðtal við Lars þar sem hann
útilokar ekki að Ísland verði Evrópumeistari en þó á sinn hógværa hátt.
Norðurlöndin samgleðjast
Í Noregi, eins og á hinum Norðurlöndunum samgleðjast allir velgengni okkar á EM. Í norska sjónvarpinu var klukka sem taldi niður fyrir leikinn allan mánudaginn. Í einu víðlesnasta blaði Noregs, VG eru hvatningarorð á íslensku: Gangi ykkur vel gegn Frökkum. Forsíða VG í gær var tileinkuð Íslandi þar sem Norðmenn hörmuðu að hafa látið Ísland í hendur Dana 1397 en það sé grafið og gleymt því í dag erum við öll Íslendingar. Stóra fyrirsögnin er svo: Já, við elskum þetta land, á íslensku að sjálfsögðu. Já, Heimi og Lars tókst það sem öðrum tókst ekki, að sameina Norðurlönd og nú tala Norðmenn um ,,strákana okkar�??. �?essi frábæri árangur íslenska landsliðsins er ekki einhverjum einum að þakka, þetta eru margir samverkandi þættir þar sem allt gengur upp. Einn þátturinn, og ekki sá sísti, er hlutur Vestmannaeyja þar sem okkar maður Heimir Hallgrímsson er í fremstu víglínu. Ekki ætla ég að segja allt það sem kemur upp í hugann þegar farið er yfir atburði síðustu daga og vikna því það yrði bara væmið og ef til vill svolítið yfirdrifið sem er eitthvað sem Heimir er lítið fyrir. Hann vill láta verkin tala og árangurinn á EM segir allt sem segja þarf.
Megum vera stolt
Já, við Eyjamenn megum vera stolt af okkar manni, Heimi Hallgrímssyni og gleymum því ekki að hann er og verður einn af okkur. Maður sem tók út sinn þroska í Vestmannaeyjum og er enn ein staðfestingin á mikilvægi íþrótta fyrir bæjarfélagið. �?ar er unnið starf sem er ein af helstu stoðum samfélagsins og hefur skilað afreksmönnum í fótbolta, handbolta, frjálsum og sundi og þjálfurum sem eru að ná frábærum árangri. Meira um það seinna. Við Eyjamenn eins og stór hluti heimsbyggðarinnar munum fylgjast með leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn. �?eir eins og Englendingar eiga það til að verða ögn hrokafullir á knattspyrnuvellinum en íslensku strákarnir munu ekki þá frekar en í öðrum leikjum á EM láta stóru nöfnin slá sig út af laginu. �?eir eru komnir til að sjá og sigra hvern sem er. Og gleymumm ekki hinum Eyjamönnunum sem eru með landsliðinu í Frakklandi, Einari Birni Árnasyni sem kokkar ofan í strákana, �?mari Smárasyni sem sér um upplýsingamálin og Víði Reynissyni sem er yfir öryggismálum hjá KSÍ. Já, er ekki allt í lagi að vera svo lítið montinn.