Endurvekja þarf sólarhringsvakt
5. desember, 2020
Karl Gauti Hjaltason þingmaður

Fáir skilja betur mikilvægi neyðarþjónustu en þeir sem búa á afskekktum stöðum eða á landfræðilega einangruðum svæðum. Þeir sem lenda í háska eða eru staddir vinnu sinnar vegna fjarri alfaraleiðum eins og sjómenn reiða sig jafnan á að ávallt sé til taks vel þjálfað björgunarfólk sem hefur yfir að ráða bestu tækjum og búnaði.

Heilbrigðisþjónusta í Eyjum
Heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins hefur hrakað á undanförnum árum. Öll helsta neyðarþjónusta fer nú fram á einum stað á landinu, í Reykjavík. Þangað þurfa helst allir að fara um lengri eða skemmri tíma ef þeir þurfa á aðgerðum af flóknara tagi að halda. Vestmannaeyjar eru háðar öruggu sjúkraflugi þar sem sólarhringsvakt á skurðstofu var aflögð 2013. Nokkru fyrr var sjúkraflugið, sem áður var staðsett í Eyjum flutt á Akureyri og rökin voru einmitt þau að það væri óhætt þar sem hér í Eyjum væri starfrækt skurðstofa. Í dag sitja Vestmannaeyingar uppi með hvorugt, hvorki skurðstofuþjónustu né sjúkraflugvél og viðbragðstíminn er tvöfalt lengri þegar kölluð er út sjúkraflugvél. Allt þetta hefur haft alvarleg áhrif á öryggi í heilbrigðismálum Vestmannaeyinga.

Bráðaþjónusta
Bráða- og neyðarþjónusta skiptir íbúa Vestmannaeyja miklu máli. Ekki minnkaði nauðsyn þess eftir að dregið hefur verulega úr allri sjúkrahúsþjónustu í Eyjum. Sömu sögu er að segja víða um land. Af þeim sökum eru íbúar landsbyggðarinnar háðari öruggu sjúkraflugi og sjúkraflutningum en áður. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur því miður verið sú að þjappa allri sérhæfðri þjónustu á einn stað á landinu og samtímis dregið úr henni annar staðar.

Þjónusta sérfræðilækna
Fólk leggur áherslu á að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, þar á meðal að þjónusta lækna og sérfræðilækna sé innan seilingar. Tíminn sem tekur að sækja þá þjónustu skiptir máli, sérstaklega fyrir eldra fólk og barnafólk, en einnig fyrirhöfnin við að komast í hana. Fæðingar mega teljast stórviðburður í Vestmannaeyjum svo fátíðar sem þær eru. Staðreyndin er sú að langflestir Vestmannaeyingar líta fyrst dagsins ljós á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. Sérfræðilæknaþjónusta í Eyjum hefur dregist mjög saman á síðustu árum. Þannig er augnlæknaþjónusta mjög af skornum skammti og veldur því að fólk, sérstaklega eldra fólk, veigrar sér við að gera sér ferð um langan veg til að sækja svo sjálfsagða þjónustu.

Nýjustu íbúarnir
Flestar verðandi mæður hverfa til höfuðborgarsvæðisins í góðan tíma fyrir fæðingu með tilheyrandi raski fyrir alla fjölskylduna. Það felur í sér umstang, vinnutap og kostnað fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Og jafnvel þótt sónartæki sé staðsett í Eyjum er ekki unnt að bjóða verðandi mæðrum uppá sónarskoðun í heimabænum, heldur þurfa þær að ferðast í svo einfalda skoðun um sjóveg til Reykjavíkur.

Flugið til Eyja
Áætlunarflug til Vestmannaeyja hefur lagst af og hefur margvísleg áhrif á lífsgæði íbúa. Sjúklingar eiga erfiðara með að sækja sérfræðilæknaþjónustu til höfuðborgarinnar og fyrir marga, sérstaklega eldri borgara og barnafólk eru þessi ferðalög erfið og tímafrek. Sýnaflutningar og flutningar með blóð tefjast og niðurstöður berast síðar. Rannsóknir sem eiga að taka skamman tíma, tefjast, jafnvel um heilan sólarhring fyrir utan að öryggi sendinga og gæði skerðast.

Sóknarfærin eru til staðar
Að nýta betur húsakost sjúkra- og heilbrigðisstofnana úti á landi ætti að verða til þess að létta álagi af Landspítalnum. Með því að bjóða upp á sértækar meðferðir og skurðaðgerðir á þessum stofnunum yrði öryggi jafnframt aukið fyrir íbúa svæðisins og aðgengi að meiri þjónustu tryggt. Allt þetta ætti að spara ríkinu og ekki síður íbúum útgjöld, minnka kostnað við sjúkraflug og stytta biðlista. Allt til þess að auka lífsgæði íbúa á öllu landinu.

Úrbóta er þörf
Engin vafi er á að úrbóta er þörf. Tryggja þarf neyðarþjónustu fyrir íbúa í Vestmannaeyjum. Endurreisa þarf skurðstofuþjónustu á sjúkrahúsinu. Undirritaður telur að misráðið hafi verið að færa stjórn heilbrigðismála upp á land og missa þar með forræði yfir þessum málum. Berjast eigi fyrir því að ná stjórn þessara mála aftur til Eyja, en með því móti verði betur tryggt að þjónusta við íbúana verði sem best. Ástandið í sérfræðilækna- og neyðaþjónustu í Vestmannaeyjum er ekki boðleg. Jafn stórt samfélag og Vestmannaeyjar á ekki að þurfa að búa við óbreytt ástand.

Karl Gauti Hjaltason
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi
kgauti@althingi.is

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst