Þriðja lagið og lag marsmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Engin síld, enginn makríll, engin loðna” eftir Eyjamanninn og sjómanninn Ágúst Halldórsson.
Bráðskemmtilegt og grípandi lag sem á svo sannarlega vel við þessa dagana.
Lag og texti: Ágúst Halldórsson
Söngur: Ágúst Halldórsson
Sérstakir gestir: Karlakór Vestmannaeyja
Trommur: Birgir Nielsen
Brass: Einar Hallgrímur Jakobsson
Annar hljóðfæraleikur, útsetning og upptaka: Gísli Stefánsson
Það er Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sem bíður okkur upp á lag mars mánaðar.
„Ef þú ert úr Eyjum og lumar á lagi eða texta sendu okkur endilega línu á best.eyjar@gmail.com. Eins ef þú eða þitt fyrirtæki vill styrkja þetta verkefni,” segir í lýsingu lagsins á youtube rás BEST.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.