Þeir aðilar sem hafa verið með bekkjabíla á þjóðhátíð hafa haft samband við ritstjórn Frétta undanfarið og sagt frá áhyggjum sínum yfir því að nú eigi að banna bekkjabíla á næstu þjóðhátíð. Einn af þeim sem hafa ekið bekkjabíl, og vildi ekki koma fram undir nafni, sagði í samtali við Fréttir að hann væri mjög ósáttur við að bekkjabílar yrðu bannaðir á þjóðhátíð.