�?g er hrædd um að heyrðist hljóð úr horni ef íbúar höfuðborgarsvæðisins þyrftu að borga 16.000 krónur í hvert sinn sem þeir skryppu á �?ingvöll eða suður í Hafnarfjörð.
Skattur á atvinnulífið
�?á kemur þessi skattur mjög illa niður á atvinnulífinu í Eyjum. Flutningskostnaður til og frá Vestmannaeyjum er þegar svo mikill að hann hamlar mjög vexti og viðgangi fyrirtækja. �?annig þurfa eigendur vöruflutningabifreiða að greiða mun hærra gjald en almennir farþegar. �?tli fyrirtæki að fara með 7 metra flutningabíl fram og til baka er gjaldið í Herjólf yfir 30.000 krónur. �?að sér það hver heilvita maður að þetta er ekki eðlilegt.
En er ekki bara rétt að Eyjamenn borgi brúsann? �?eir tóku jú ákvörðun um að búa á þessu skeri. Raunin er bara sú að það er verið að mismuna íbúum Vestmannaeyja þar sem þessi veggjöld eru ekki innheimt neins staðar nema í Hvalfjarðargöngum og í Herjólfi er ríkið í raun að niðurgreiða allar aðrar samgöngur. Nei, óréttlát gjaldtaka í Herjólfi er ekkert annað en sértækur dreifbýlisskattur á byggð í Eyjum. Af þeim hafa Eyjamenn fengið nóg.
�?g mun ekki sætta mig við sértæka landsbyggðarskatta af þessu tagi. Gildir þar einu hvort um er að ræða fargjöld með Herjólfi, auðlindagjald eða olíugjald, en öll þessi gjöld leggjast harðast á íbúa hinna dreifðu byggða.
Nú er mál að linni.
www.eyglohardar.blog.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst