Enn fær ÍBV á sig mark í uppbótartíma
9. júní, 2014
Í þriðja sinn í sjö leikjum fær ÍBV á sig mark í uppbótartíma og verður af mikilvægum stigum. Í kvöld gerðist það í heimaleik gegn Val en í stað þess að næla sér í sinn fyrsta sigur og þrjú stig, endaði leikurinn með 2:2 jafntefli. Eyjamenn voru 2:1 yfir þegar komið var á þriðju mínútu í uppbótartíma og það kom því eins og blaut og vel skítug tuska í andlit Eyjamanna þegar Valsmenn jöfnuðu metin og stuttu síðar var flautað til leiksloka. Ef Eyjamenn hefðu haldið út í þessum þremur leikjum, væri liðið með 8 stig og um miðja deild en í staðin er ÍBV naglfast við botninn með aðeins þrjú stig eftir sjö leiki. Eðlilega velta því margir fyrir sér hvort farið sé að hitna undir Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara liðsins eftir þessa erfiðu byrjun.
Í raun lék ÍBV ekkert sérstaklega vel í dag. Varnarleikur liðsins var reyndar öflugur framan af og þótt Valsmenn væru meira með boltann, sköpuðu þeir sér ekki mörg færi. En að sama skapi fengu Eyjamenn ekki mörg færi. Besta færi fyrri hálfleiks fékk fyrirliðinn Eiður Aron Sigurbjörnsson þegar hann fékk dauðafæri á markteig en hann virtist ekki hitta boltann og markvörður Valsara varði. Staðan í hálfleik var 0:0 en það verður að segjast eins og er að margir söknuðu þess að Eyjamenn reyndu ekki skot utan vítateigs í fyrri hálfleik, enda léku þeir undan vindi á blautum vellinum sem gaf færi á góðum langskotum.
Magnús Már Lúðvíksson skoraði úr fyrsta alvöru færi Valsmanna á 63. mínútu eftir þunga sókn Valsmanna. Eftir það gerðist lítið. Sóknarleikur Eyjamanna var á köflum afskaplega vandræðalegur, sérstaklega þegar miðjumenn liðsins reyndu að senda langar sendingar fram völlinn þar sem Jonathan Glenn var einn í baráttu gegn fjórum varnarmönnum og eðlilega varð hann undir í þeirri baráttu. En Sigurður Ragnar, þjálfari sýndi klókindi með því að gera tvöfalda skiptingu á 75. mínútu. �?á komu þeir Bjarni Gunnarsson og Atli Fannar Jónsson inn á en sá síðarnefndi átti heldur betur eftir að láta að sér kveða.
Á 82. mínútu átti Atli Fannar bylmingsskot að marki Vals, sem varnarmenn Hlíðarendaliðsins komust fyrir en Matt Garner náði frákastinu og skoraði úr miðjum vítateig og það með hægri. �?remur mínútum síðar sýndi Atli Fannar snilldartilþrif þegar hann lék danska varnarmanninn Mads Nielsen upp úr skónum og lagði boltann út í vítateiginn á Jonathan Glenn sem gerði vel í að koma boltanum í netið. �?vílík rispa hjá Eyjamönnum, sem allt í einu voru komnir með pálmann í hendurnar.
Allt leit út fyrir að ÍBV myndi vinna sinn fyrsta sigur enda var komið á þriðju mínútu í uppbótartíma. Valsmenn voru farnir að örvænta, sendu langa sendingu fram völlinn þar sem þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Nielsen áttust við. Valsarinn virtist brjóta á Eiði Aroni en Vilhjálmur Alvar �?órarinsson, dómari leiksins sá þetta öðrum augum en flestir aðrir því hann dæmdi Eið brotlegan og sýndi honum gula spjaldið. Valsmenn hrúguðu öllum leikmönnunum inn í vítateig ÍBV í þeirri von að jafna metin og það gerðu þeir. Svekkjandi, verulega svekkjandi og enn og aftur gengu stuðningsmenn ÍBV hnípnir heim og nú er það endanlega ljóst að ÍBV verður í fallbaráttunni í sumar.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst