Hermann Hreiðarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, á fyrir höndum meiri samkeppni í liði Portsmouth því í gær gekk alsírski varnarmaðurinn Nadir Belhadj í raðir liðsins. Hann kemur til bikarmeistaranna frá franska liðinu Lens og er um lánsamning að ræða en Portsmouth hefur möguleika á að semja við leikmanninn til framtíðar eftir tímabilið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst