Enn úr Flóahreppi
13. mars, 2007


Segja má að eins fari fyrir oddvita �?-listans í Flóahreppi er hann fjallar um grein mína sem birtist í næstsíðasta tölublaði Gluggans. Sem vonlegt er, þá reynir hann að bera blak af stjórnarmeirihlutanum í hreppnum og er svo að sjá sem við, eða a.m.k. oddvitinn, lifi í besta heimi allra heima og að allt annað sé á misskilningi byggt.

Varðandi málefni Skipulags- og byggingarnefndar, víkur Aðalsteinn sér undan því að ræða mál formanns nefndarinnar og segir eitthvað á þá leið að hún vinni �?eftir bestu sannfæringu og heilindum�? og er það aldeilis makalaust að sjá. �?að er semsagt ekki þannig að vinnubrögð hennar, þ.e. formannsins, séu tilviljunarkennd, nei, heldur eru þau vönduð og yfirveguð. Ekki er laust við að um mann fari við að lesa þetta, það er sem sagt að vandlega athuguðu máli sem hún hefur það þannig að sitja alla fundi hvort sem hún er vanhæf eður ei. Er það kannski þannig að hún velji sér það að sitja einmitt þá fundi þar sem kvartað hefur verið yfir henni af málsaðilum og það með fullri vitund sveitarstjórnarmeirihlutans?

Um eitt erum við Aðalsteinn sammála þ.e. að hvetja fólk til að kynna sér málin og bendir hann á vefslóðina floahreppur.is, áður floi.is og vel á minnst hvað varð um lénið floi.is, hvaðan kom það, hver átti það, hvert er það farið og hvað fékkst fyrir það? Finn þessar upplýsingar ekki á heimasíðu sveitarfélagsins.

Aðalsteinn víkur að uppsögn skipulags- og byggingarfulltrúans og reynir að færa rök fyrir því að mikið hagræði sé í að sækja þá þjónustu að Laugavatni. Dæmi hver fyrir sig en mér finnst það ekki mannborulegt af nýju sameinuðu sveitarfélagi að flytja málefni þess burt og fróðlegt væri að fá að vita hvort til standi að gera meira af því. Á ef til vill að flytja í framhaldinu burt úr sveitarfélaginu t.d. fræðslunefnd, umhverfisnefnd�? �? og þannig koll af kolli þar til kemur að sveitarstjórarmeirihlutanum sjálfum og hvert skyldi hann þá eiga að fara?

�?að er óneitanlega dálítið neyðarlegt að sama dag og grein oddvitans birtist þá er ein helsta fréttin í hinum héraðsblöðunum að verið er að afhenda mótmæli við því að breyta byggingareftirliti í þá veru sem oddvitinn telur horfa til svona mikla framfara. Og til að því sé nú til haga haldið þá skrifaði ég að byggingarfulltrúinn hefði verið flæmdur og síðar rekinn úr starfi og við það stend ég.

�?á er það Ferðamálafélagsmálið: Gott er að fá það upplýst að ekki stendur til að leggja niður Atvinnu og ferðamálanefnd sveitarfélagsins (en hvert skyldi hún verða flutt ef erfitt verður á þeim bæ) en nýjustu upplýsingar herma að Ferðamálafélagið fái afhentar sem gjöf frá hreppnum eina milljón kr. í tannfé og verður það að teljast rausnarlegt í sjálfu sér en hossar eflaust ekki hátt upp í gæluverkefnið, Tæknisafnið, sem enginn veit hvað mun koma til með að kosta, né hvort verður nokkuð annað en draumórar þeirra sem að því standa.

Að lokum þetta: Aðalsteinn heldur því fram að í grein minni komi fram ,,rangar fullyrðingar�?, hverjar eru þær?

Hann lýkur grein sinni með orðunum: �?Með von um virka og málefnalega umræðu�? og er ekki nema sjálfsagt að taka undir það.

Ingimundur Bergmann.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst