Enn bið eftir fyrsta sigrinum
20. maí, 2012
Biðin eftir fyrsta sigrinum ætlar að reynast löng fyrir stuðningsmenn ÍBV. Liðið hefur nú spilað fjóra leiki í Íslandsmótinu, tapað tveimur og gert tvö jafntefli á heimavelli. Í dag tóku Eyjamenn á móti Fylki og skildu liðin jöfn 1:1. Talsverður vindur stóð beint á annað markið og setti svip sinn á leikinn en kom reyndar jafnt niður á báðum liðum. Þrátt fyrir að hafa verið í heildina sterkari aðilinn, þá tókst ekki að knýja fram sigur í dag.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst