Margrét Lára Viðarsdóttir bætti við enn einu markinu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar Íslendingaliðið Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur vann Hammarby 3:0. Margrét skoraði fyrsta markið á 59. mínútu. Sif Atladóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir voru einnig í byrjunarliði Kristianstad í leiknum. Liðinu hefur vegnað vel í vor og er í 3. – 4. sæti deildarinnar með 5 sigra, 2 jafntefli og 2 töp.