Nýjar mælingar Hafrannsóknarstofnunar staðfesta niðurstöðu fyrri mælinga um mikla sýkingu í síldarstofninum í Breiðafirði. Skip stofnunarinnar fóru í rannsóknaleiðangur 21.-25. febrúar sl. til að kanna ástand síldarstofnsins í Breiðafirði. Markmið rannsóknanna var fyrst og fremst að meta og fylgjast með þróun Ichthyophonus sýkingarinnar sem herjað hefur á stofninn frá árinu 2008 og valdið miklum afföllum bæði í ungsíld sem og veiðistofninum.