Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Herjólfs um hvenær siglingar hefjast að nýju frá Landeyjahöfn. Nýjustu upplýsingarnar um ferðir skipsins á vefsíðunni eru frá 13. október og þar segir að afar litlar líkur séu á því að framkvæmdum við dýpkun hafnarinnar ljúki fyrr en viku síðar og að þá muni siglingar hefjast frá höfninni að nýju, sem var í síðustu viku.