Þegar þessi frétt er skrifuð (kl. 11.15) hafa 3601 lundapysjur verið skráðar inn í Pysjueftirlitið á lundi.is.
Seint í gærkvöldi voru þær 3535 talsins, en þá kom fram á facebook-síðu eftirlitsins að þetta sé talsvert mikil aukning frá í gær (í fyrradag) þegar 3008 pysjur voru skráðar. Ennfremur segir í færslunni:
„Sérstaklega þegar við skoðum tölur síðustu daga. Við vitum ekki hvort þetta er raunverulegur toppur eða eitthvað annað. Gæti mögulega verið misritun í skráningu t.d. Vonum það besta. Rodrigo Martinez Catalan gerði þessa samantekt fyrir okkur. Þar sést að tímasetning á pysjutímanum í ár er sambærileg við árið 2021. Þá var meðalþyngd pysjanna einnig góð.
Þarna sést líka vel hvað pysjurnar hafa verið að koma á mismunandi tíma þessi ár sem pysjueftirlitið hefur vetið starfrækt (2003-2024). Hefur það jafnvel dregist langt fram í október.“ segir í yfirferð Pysjueftirlitsins.
Þessu tengt:
„Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“ – Eyjafréttir (eyjafrettir.is)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst