Ennþá kemur mikið af pysjum í bæinn
Pysju Sleppt 2024 TMS
Pysju sleppt vestur á hamri. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Þegar þessi frétt er skrifuð (kl. 11.15) hafa 3601 lundapysjur verið skráðar inn í Pysjueftirlitið á lundi.is.

Seint í gærkvöldi voru þær 3535 talsins, en þá kom fram á facebook-síðu eftirlitsins að þetta sé talsvert mikil aukning frá í gær (í fyrradag) þegar 3008 pysjur voru skráðar. Ennfremur segir í færslunni:

„Sérstaklega þegar við skoðum tölur síðustu daga. Við vitum ekki hvort þetta er raunverulegur toppur eða eitthvað annað. Gæti mögulega verið misritun í skráningu t.d. Vonum það besta. Rodrigo Martinez Catalan gerði þessa samantekt fyrir okkur. Þar sést að tímasetning á pysjutímanum í ár er sambærileg við árið 2021. Þá var meðalþyngd pysjanna einnig góð.

Þarna sést líka vel hvað pysjurnar hafa verið að koma á mismunandi tíma þessi ár sem pysjueftirlitið hefur vetið starfrækt (2003-2024). Hefur það jafnvel dregist langt fram í október.“ segir í yfirferð Pysjueftirlitsins.

Þessu tengt:

„Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“ – Eyjafréttir (eyjafrettir.is)

 

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.