Hér í gamla daga var skrifari eilítið viðloðandi Sjálfstæðisflokkinn. Var í fulltrúaráðinu og ritstjóri Fylkis um nokkurt skeið og svo í ritstjórn Fylkis enn lengur. Skrifari man enn að þá voru ráðandi ákveðnar línur um útlit og framkomu þeirra sem voru í svonefndum ábyrgðarstöðum innan flokksins. Til að mynda máttu karlmenn helst ekki vera með skegg, það var talið rýra álit flokksins þar sem vinstri menn skörtuðu í þann tíð oft skeggi. Svo tók skrifari upp á því, einhvern tíma fyrir gos að láta sér vaxa skegg og þar með var hans frami úti innan flokksins.
Um allnokkurn tíma lágu leiðir skrifara og flokksins ekki saman (hvort sem það var nú út af skegginu eða öðru) og um allnokkurn tíma kaus skrifari eitthvað annað en bláa litinn. Svo er sagt að menn verði íhaldssamir með aldrinum og líklega á það við um skrifara eins og aðra. Alla vega kaus hann frænda sinn (þennan af Oddsstaðaættinni) og hans lið í síðustu kosningum og skammast sín ekkert fyrir það. Honum þótti þau hafa staðið vel fyrir sínu fyrir hans hönd og annarra, ekki hvað síst fyrir að fella niður fasteignagjöld gamals fólks (og þar með að útbúa grundvöll fyrir golfferðir á framandi slóðir fyrir forfallna golfleikara).
En skrifari man líka að á sínum fyrri árum í flokknum, var hann ekki alltaf á eitt sáttur með þær ákvarðanir sem þar voru teknar. �?ar fannst honum á stundum heldur gamaldags viðnorf ráða ríkjum. Aldrei varð þó af því að hann léti þau viðhorf leiða til þess að kljúfa sig út úr flokknum og boða til nýs framboðs. �?að gerðu vinstri menn reyndar í óspörum mæli á sínum tíma á landsvísu með heldur misjöfnum árangri.
Nú hefur það reyndar gerst að óánægðir bláir menn í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að efna til nýs framboðs. Ekki sáttir við það sem flokkurinn hefur verið að gera. Skrifari hefur ekkert við það að athuga. Sé fólk óánægt, þá lætur það auðvitað slíkt í ljós. Hins vegar vekur það skrifara nokkra furðu að honum virðist ekki vera um málefnalegan ágreining að ræða heldur persónulegan ágreining. Og reynslan af slíkum framboðum hefur ekki verið árangursrík á Íslandi fram til þessa. �?au hafa stundum náð nokkrum frama í upphafi en síðan hefur fjarað undan eins og áður er sagt.
Bæjarfélaginu í Vestmannaeyjum hefur verið vel stýrt á undanförnum árum. Um það eru flestir sammála (meira að segja minnihluti E-listans). Er einhver ástæða til að fara að breyta því?
Sigurgeir Jónsson