Er eðlilegt að verkamaður þurfi að vinna í 3 vikur bara til að borga framlag sinnar fjölskyldu til Hörpunnar?
24. janúar, 2012
Ríkisstyrkir til reksturs Hörpunnar eru áætlaðir 1.500 milljónir á ári eða 4.710 kr á hvern Íslending. Án þess að ég hafi lagst í mikla rannsóknarvinnu þá rekur mig minni til þess að verkamaður vinni gjarnan um 144 stundir á mánuði og miðað við launaseðilinn hennar móður minnar (hef reyndar bara rúmlega árs gamlan seðil þannig að etv. hafa launin hækkað lítilega) þá eru tímalaunin um 1020 kr. Berstípuð mánaðarlaunin eru um 147.220 kr.