Margra áratuga barátta Eyjamanna hefur nú verið eyðilögð á nokkurra vikna tímabili. Fyrir nokkrum árum hófst barátta fyrir því að Herjólfur sigli tvær ferðir á dag, alla daga vikunnar. Viðbrögðin voru æði misjöfn. Ég var þá að vinna á Fréttum. Meira að segja voru hneykslunarraddir innan bæjarstjórnar á þessum kröfum. Sumir töldu þessar kröfur æði geggjaðar og allt of miklar. Við þyrftum ekkert á öllum þessum ferðum að halda.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst