Á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 12. apríl kl. 15:15 til 16:00, mun Birgir Vilhelm Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Ráðgátan um steingerðu fótsporin í Surtsey“. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6 til 8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.
Í erindinu verður sagt frá rannsóknum á fótsporum manna sem varðveist hafa í gjósku neðarlega í Austurbunka á Surtsey, en áætlað er að þau hafi verið mynduð á árunum 1967–1970.
Til eru frásagnir frá níunda áratugnum um steingerð fótspor manna í móberginu í Surtsey en ekki var vitað með vissu hvort um raunveruleg fótspor var að ræða eða hvernig þau mynduðust. Rannsókn var gerð til að kanna uppruna sporanna, aldur þeirra, myndun og hvort að hægt væri að komast að því hver eigendur þeirr væru.
Í rannsókninni fundust fleiri fótspor og í dag hafa fundist samtals fimm gönguslóðir og 48 spor, sem sýna greinilega göngulag einstaklinganna sem mynduðu sporin og lögun og stærð skónna. Í erindinu verður farið yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar og greint frá förum einstaklinganna sem hafa möguleika geta myndað sporin.
Mynd og texti af ni.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst