Erlingur í þýska boltann?
12. nóvember, 2014
Eyjamaðurinn Erlingur Birgir Richardsson hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá þýska stórliðinu Füchse Berlin, sem Dagur Sigurðsson hefur þjálfað undanfarin ár. Dagur er tekinn við þýska landsliðinu og lætur af störfum í lok tímabilsins hjá Berlínarliðinu. Erlingur hefur náð mjög góðum árangri með West Wien í Austurríki en samkvæmt heimildum Vísis.is er Erlingur einn þriggja sem koma til greina sem næsti þjálfari Füchse, hinn er Claus Jörgensen, þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku. Ole Lindgren, annar þjálfari sænska landsliðsins hefur einnig verið nefndur til sögunnar. Erlingur er hins vegar sagður vera efstur á blaði.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst