Erlingur Birgir Richardsson mun taka við þjálfun ÍBV meistaraflokks karla á næsta tímabili eftir að hafa gert tveggja ára samning , en þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Með þessari ráðningu snýr Erlingur aftur í sitt gamla hlutverk innan félagsins, en hann hefur áður stýrt liðinu af miklum krafti og árangri.
Hann tekur við af Magnúsi Stefánssyni og mun leiða liðið inn í nýtt tímabil. Síðast þegar Erlingur var við stjórnvölinn, árið 2023, skilaði hann liðinu Íslandsmeistaratitli. Magnús mun taka við meistaraflokk kvenna á næsta tímabili.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst