Myndlistarsýning Ernu opnaði kl. 13 í dag á Hótel Vestmannaeyjar, en verður opin alla helgina.
Sýningin heitir Vængjasláttur vonar og fólk getur fundið ákveðin tákn (fleiri en eitt) í mynd á sýningunni sem ber sama heiti, til að skilja hvað felst í þessu nafni. Smá spenna. Allar myndirnar eru unnar í akríl, en ég nota hana mest. Annars nota ég líka krít og ýmsar aðferðir til sköpunar. Hugmyndir mínar koma allsstaðar frá, úr ljóðum, sjónvarpi, blöðum og síðan dreymir mann jafnvel hugarefni sín.
Þetta er fyrsta einkasýning mín en ég hef áður tekið þátt í mörgum samsýningum hér í Eyjum og í Reykjavík. Mér datt í hug að henda mér í djúpu laugina í tilefni þess að ég verð ákveðið gömul í huast og fannst að nú væri tíminn. Aldrei of seint.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst