Eyjafyrirtækin greiða minnst fyrir síld
20. nóvember, 2013
Sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiða lægsta verð til sjómanna fyrir síld. �?etta fullyrðir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns á bloggsíðu sinni valmundur.blog.is. �??Munurinn er 16-19%. Ekki er við þetta unandi lengur.�??
Valmundur segir að þeir sem geri út á síld, sendi inn verð til Verðlagsstofu vikulega. �??Ef áhöfn og útgerð eru með gildan samning þá getur Verðlagsstofa ekki gert neitt í málunum. Svo er tekist á um þessi mál í �?rskurðarnefnd. Verðin sem slík eru trúnaðarmál. En auðvitað fær maður upplýsingar hjá sjómönnum um verðin og getur þannig borið saman. Samkvæmt kjarasamningi og lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs eiga áhafnir skipa og útgerðin að semja um verð sín á milli. Í flestum tilfellum er þetta þannig að áhöfnum er tilkynnt um verðið sem á að greiða. �?að er EKKI kallað að semja.
Sum fyrirtæki eru með afurðaverðstengdan samning um verð. En það er nú bara þannig að þrátt fyrir það ná þeir alltaf að vera á botninum með verð til sjómanna. Annaðhvort er hlutfallið sem sjómenn fá af afurðaverðinu of lágt eða fyrirtækin með lélega sölumenn.
�?að verður að breyta þessu verðmyndunarkerfi. �?etta gengur ekki lengur svona. Návígið sem sjómenn eru settir í er allt of mikið.�??
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst