Eyjahjartað hennar �?uru í Borgarhól
23. desember, 2016
�??Gott fólk �?? mikið er það gaman og gott að fá að vera hér með ykkur og gera ástarjátningu til Eyjanna, sem eru mér svo hjartfólgnar. Hvað er það sem gerir Eyjarnar svona sérstakar? Hvað er það sem gerir það að verkum að við brottflutt segjum alltaf �??heim�?? þegar við tölum um Eyjar? Hvað er það sem tengir okkur svona sterkt við æskustöðvarnar? Er það fólk, eða fjöll- er það stormur eða stillur – vinnan eða vinirnir? Hvað leitar á þegar maður leggst þreytt á koddann, eða lætur hugann reika ,,heim á fornar slóðir?�?? sagði �?uríður Bernódusdóttir frá Borgarhól sem ásamt Einari Gylfa Jónssyni og Jóni Berg hleyptu af stokkunum á síðasta ári, því sem kallað er Eyjahjartað í Einarsstofu. �?ar hafa brottfluttir sagt frá uppvaxtarárunum í Eyjum. �?uríður og Einar Gylfi eiga ásamt Atla Ásmundssyni heiðurinn að þessu frábæra framtaki ásamt Kára Bjarnasyni, forstöðumanni Safnahúss. Í allt eru samkomurnar orðnar þrjár og aðrir sem hafa komið fram eru Inga �?órðar rakara, Einar Magnús Magnússon, frændi Gvendar Bö og Biggi Bald og Nonni í Borgarhól, �?orsteinn Ingi Sigfússon, Hildur Oddgeirsdóttir og Hafliði Kristinsson. �?ll hafa þau sagt skemmtilega frá og dregið upp myndir af tíma sem var og hún �?ura í Borgarhól hafði frá mörgu að segja.
�?á voru áhyggjur lífsins fjarri �??Skyldu það ekki vera þær dásamlegu minningar sem við eigum öll um sólardagana í Eyjum, á uppvaxtarárum okkar, þegar áhyggjur lífsins höfðu enn ekki verið fundnar upp,�?? hélt �?ura áfram. �??Minningar um kletta og sprungur, fisk og bryggjur, fjöru og urð, hundasúrur og söl. Mig langar að rekja hér í dag þann þráð sem ég held þó að sé sterkastur, og haldi fastast í mig, og tengi mig best við æskustöðvarnar en það eru vinir mínir, æskufélagarnir. �?eir, eða réttara sagt þær, eru allar úr Miðbænum, neðsta hluta Kirkjuvegarins, umhverfis Rafstöðina, Bókabúðina, – já, úr umhverfinu í kringum Borgarhól þar sem ég ólst upp og átti mitt æskuheimili. Og sem ég hélt, og held kannski enn, að hafi verið miðpunktur Miðbæjarins. Kannki var þarna miðjan á veröldinni.
�?étt samfélag
�?essi blettur neðst á Kirkjuveginum var þétt samfélag, nákomnir nágrannar. Mömmur okkar hittust í kaffi þegar búið var að vaska upp og ganga frá eftir hádegið. Eitthvað sem enginn má vera að í nútímanum. Við krakkarnir fórum saman í skólann, lékum okkur saman eftir skóla og langt fram á kvöld. Í Borgarhól var sægur af krökkum, þegar mest var vorum við sjö talsins heima og að sjálfsögðu fylgdi okkur mikið af vinum. Má þar meðal annars nefna þekkta karaktera eins Jósúa Steinar á Gamla-Spítalanum, Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra, Palla á Stöðinni eins og hann hét þá, og Einar Ottó á Lágafelli en þessir galvösku strákar voru vinir Jóns bróður míns. �?eir voru fjörmiklir og uppátækjasamir allir. �?eir voru heldur prúðari vinir Helga bróður, Antoníus Svavarsson, Toni í Byggðarholti, síðar í Bankanum, Andrés í Magnúsarbakaríinu og Kristinn í Vogsabakaríi, einnig man ég eftir Gylfa í Húsavík og Friðriki Jósepssyni. �?að var alltaf mikið líf í Borgarhól og í þessu litla húsi virtist alltaf vera pláss fyrir alla.
Spennt fyrir vertíðinni
Í kringum Borgarhól voru nokkrar verslanir og má þar meðal annars nefna Bókabúðina, Brynjúlfsbúð, Framtíðina eða Tommabúð. �?að var einnig stutt í frystihúsin. Eftirvæntingin var alltaf mikil hjá okkur krökkunum í Miðbænum þegar vertíðin byrjaði. �?á fylltist bærinn af aðkomufólki úr sveitunum á Suðurlandi til að vinna í frystihúsunum. Herðabreiðir strákar að norðan og Austfirðingar með klút um hálsinn. �?essir farandverkamenn gistu á verðbúðunum, bæði í Ísfélaginu, Fiskiðjunni og í Edinborg, en það voru verbúðir Hraðfrystistöðvarinnar. Aðkomufólkið festi margt rætur í Eyjum og ástarbálin lifa sum enn.
Gróuhús
�?g get ekki farið frá þessu umhverfi kringum Borgarhól öðruvísi en að minnast á Gróuhús. �?ar bjó Gróa sem var nú aldeilis ekki hrifin af leiksvæði okkar, ærslum og gleðilátum. Hún hótaði okkur öllu illu ef boltinn kæmi nálægt húsinu. �?að var því stórslys ef bolti lenti inn á lóð hjá henni, eða í glugga. �?g held að henni hafi fundist við krakkarnir í Borgarhól alverstir, en við vorum mörg og fjörmikil. En einn vin átti Gróa á planinu. �?að var Gísli úrari Bryngeirsson. Á hverjum morgni gekk Gróa yfir til Gísla með kaffi á brúsa og kökubita og sat hjá honum dágóða stund. �?g sé eftir því að hafa ekki spurt Gísla áður en hann hvarf yfir móðuna miklu hvað þeim Gróu fór á milli. Kannski bar hún harm í brjósti, sem litaði líf hennar.
Vinkona í hverju húsi
�?g held að ég geti sagt að ég hafi átt vinkonu í hverju húsi í nágrenni við Borgarhól. Í Steinholti, sem var
næsta hús við okkur, í húsunum við Miðstræti, í Klöpp sem stóð gegnt Ísfélaginu, í Jómsborg, því virðulega turnhúsi við Heimatorg, í Gamla-Bankanum við sama torg, í �?ingholti sem var neðst við Heimagötu og í Einarshöfn sem var annað hús ofar við Kirkjuveginn og enn stendur. Í Vogsabakaríi, sem við kölluðum svo, en hétu Garðhús, – þau standa enn, – voru bara strákar og á mínum æskuárum átti maður ekki stráka-vinkonu. En ef hjólið mitt bilaði eða mann langaði að fá lánaðar nýju Bítlaplöturnar, eins og t.d �??Baby, you can drive my car�?? �?? já, þá var ansi gott að vera inn undir hjá �?orvaldi í bakaríinu. �?að var líka gott að vera inn undir hjá Grétari í Byggðarholti ef maður þurfti á sérstakri vernd að halda fyrir skæðum óvinum í næsta nágrenni.
Sá sem átti Grétar að var ekki einn í tilverunni.
�?tibú frá alheimsmiðjunni
Já, húsin í kringum Borgarhól, sem mér fannst eins og útibú frá alheimsmiðjunni, voru nokkuð mörg. Elstu og fyrstu minningar mínar voru úr Steinholti. �?að voru á að giska fjórir til fimm metrar á milli húsanna, en þar átti æskuvinkona mín, Hrefna Baldvinsdóttir, Hrefna Bald, heima. Í því húsi var sægur af krökkum, – eins og í Borgarhól, – og við vorum öll á svipuðu reki. �?annig að allir í Borgarhól áttu sína vini í Steinholti, – og gagnkvæmt. �?ví miður fluttist fjölskyldan í Steinholti í nýtt hús við Illugagötuna nokkru fyrir 1960, en vinátta okkar krakkanna slitnaði ekki þrátt fyrir það, heldur hélt áfram, og það sem meira er: lifir enn í dag góðu lífi. Í húsinu Klöpp, sem stóð niður við Ísfélag eins og áður sagði, við hliðina á eld-gamla Turninum, átti Guðfinna Kristjánsdóttir, Finna, æskuvinkona mín heima. Klöpp var merkilegt hús, átti sér mikla sögu, en fyrir mér var furðulegast hvað húsið rúmaði marga íbúa. Í vesturendanum bjó Sigga í Klöpp sem hafi víst verið vinnukona hjá afa og ömmu Finnu, og varð síðar ráðskona afans. En í hinum endanum voru Helga og Kiddi með börn sín, sem alltaf fjölgaði, uns þau voru orðin 8 talsins, og alltaf pláss fyrir fleiri. Allavega fyrir mig því að þar gisti ég þegar mamma var á spítalanum, líka að eiga börn eins og Helga í Klöpp.
Gott að eiga Finnu að
Við Finna brölluðm margt saman. Mér fannst mjög gott að eiga Finnu að og sem vinkonu. Fósturamma hennar, ef svo má kalla, var Svava á Apótekinu. �?ar var mjög oft komið við á sunnudögum áður en við Finna fórum í þrjú-bíó og alltaf laumaði Svava að okkur apótekaralakkrís og saltpillum. Finna gisti svo oft heima hjá mér, meðal annars þegar mamma hennar lá á sæng og átti tvíburana �?ðin og �?ór. Finnu fannst ægilega spennandi að vera hjá okkur, m.a vegna þess að Lilla, systir mín, vann í bíóinu og ef við sópuðum fyrir hana þá komumst frítt í fimm-bíó.
Jómsborg
�?á flýgur hugurinn í Jómsborg, – með emmi! �?ar átti Hulda Gränz heima, vinkona mín og skólasystir. �?angað var mjög gott og gaman að koma�?? einkum þó á fimmtudögum því að þá fengum við Hulda að fara að versla fyrir mömmu hennar í Pöntunarfélaginu sem var á Borg við Heimagötu, beint á móti Magnúsarbakaríi og Hótel Berg. Í Pöntunarfélaginu fékkst alveg gríðarlega góður djús, hann var frá Sanitas-umboðinu, var í sívölum plastbrúsum sem við fengum að smakka úr eftir verslunarferðina. Já, maður beið spenntur eftir hverjum Sanitas-fimmtudegi í þá daga. Í �?ingholti var mikið fjör og margt fólk í gamla daga. Húsið var dálítið framandi og ekki byggt eftir einni teikningu. Mér er sérstaklega minnisstæð svalarhurðin í svefnherberginu. �?ar gat maður labbað út á pall þegar gott var veður og legið í sólbaði. Manni fannst maður vera í útlandinu, á sólarströnd eins og maður hafði séð í bíó.
Hrafnhildur og Inga �?órðar
Í �?ingholti átti ég góða vinkonu, Hrafnhildi Hlöðversdóttur. Á efri hæðinni í �?ingholti var merkilegt herbergi þar sem við Hrafnhildur gátu dundað okkur klukkustundum saman. �?etta var eins konar fataherbergi með fataslá sem var yfirfull af kjólum sem móðursystur Hrafnhildar áttu. �?etta var auðvitað algjör paradís fyrir okkur Hrafnhildi. Við óðum í slána og ímynduðum okkur að við værum tískusýningardömur. Við löbbuðum um allt loftið, reigðum okkur og beygðum hvor fyrir annarri, alveg eins og stórstjörnurnar í bíó. Í Miðstrætinu, í húsi sem var númer 11, og hét áreiðanlega Bjarg þótt það nafn væri aldrei notað, bjó Inga �?órðardóttir, stórvinkona mín. Hún var dóttir �?órðar rakara og Doddu, hárgreiðslukonu. �?au foreldrar Ingu voru bæði með atvinnureksturinn heima, á 1. hæðinni.
Mektarmenn
�?að var mjög spennandi að fylgjast með viðskiptavinum þeirra hjóna sem margir voru mjög sérstakir karakterar, eins og Árni Valda, eða Gölli, Amríku- Geiri og aðrir mektarmenn. Tóta á Enda og fleiri eftirminnilegar konur voru mikið hjá Doddu. Eitt er mér mjög minnisstætt frá þessu húsi en það var rörið sem lá meðfram hurðinni á rakarastofunni og upp í ruslafötuskápinn í íbúðinni á 2. hæð. Rör þetta var mikill og öflugur samskiptavefur á milli þeirra hjóna. Ef �?órður átti að koma upp í eldhús, eða Dodda niður, þá var barið fast í rörið.
Týrólahattar og dátabuxur Miðstrætið og svæðið þar í kring var mjög spennandi fyrir okkur Ingu. �?arna voru freistandi búðir eins og fataverslunin í Bjarma, þar sem Guðrún, dóttir Helga Ben. og Kollý afgreiddu.
Og ekki langt undan var Verslun frú Gunnlaugsson þar sem Gunna Lofts réð ríkjum. Hún hafði mikla afgreiðsluhæfileika og beitti vel völdum og mögnuðum lýsingar
orðum um þær vörur sem á boðstólum voru, og fylgdi þeim eftir með svip og sveiflu. �?að voru miklir dýrðartímar fyrir okkur Ingu þegar Tírola-hattarnir duttu í hús hjá Gunnu Lofts. Og ég tala nú ekki um dátabuxurnar hjá Jóa í Drífanda, handan við Bárustíg.
Keyptu heilan banka
Í Gamla-Bankanum, við hliðina á Haraldarbúð, raftækjaverslun, bjó Gréta vinkona mín. Fjölskylda hennar hafði áður búið í Byggðarholti, rétt fyrir ofan Borgarhól, en þau Svavar og Kristín, foreldrar hennar, keyptu hvorki meira né minna en heilan banka, GamlaBankann, þegar �?tvegsbankinn flutti starfsemi sína í Nýja-Bankann, beint á móti Samkomuhúsinu. Í Gamla-Bankanum var sannarlega mikið pláss, margar hæðir og mjög leyndardómsfullt háaloft sem mér er mjög minnisstætt. �?ar settum við upp hárgreiðslustofu, Inga, Hulda, Gréta og ég. Við auglýstum í glugganunum hjá Jöra danska í Tómstundabúðinni sem var beint á móti �?ingvöllum (í gamla Verslunafélaginu). Viðskiptin urðu fremur dræm og var stofunni lokað stuttu síðar. Eftir upprifjun okkar vinkvenna nú nýlega höldum við að það hafi bara verið Kollý og Dadda á Vegamótum sem notfærðu sér þjónustuna.
Sigrún framandi og spennandi
Í Einarshöfn bjó Sigrún Axelsdóttir,vinkona mín í Skóbúðinni. Sigrún var á þessum tíma mjög framandi og spennandi vinkona, nýflutt í bæinn. Afi hennar var bryti á Gullfossi, flaggskipti flotans, og heima hjá henni var til útlent sælgæti, meðal annar blátt pantyggjó sem okkur vinkonum þótti mikið til koma. Svo átti hún líka trétöflur sem ég öfundaði hana af. Í Einarshöfn byrjaði Axel �?., pabbi Sigrúnar að versla með skótau, en seinna meir var í húsinu verslunin Aníta.
Bakararnir örlátir og góðir
Eins og ég nefndi hér að framan þá voru á æskuslóðum mínum margar og mjög athyglisverðar verslanir og margir skemmtilegir afgreiðslu menn. Fyrstur kemur upp í hugann �?skar í Bókabúðinni. Hann stóð oft fyrir utan búðina sína og hleypti inn í hollum, t.d. þegar skólinn var að byrja og allir að kaupa stílabækur, kennslubækur og blýanta. �?á var ekki síður gaman að koma í Vogsabakarí, t.d. eftir sund og sníkja enda af vínarbrauðum. Alltaf voru þeir síbrosandi bakararnir, Stáki og Bent danski. �?annig var það líka í Magnúsarbakaríi þar sem Simmi lék á als oddi. �?að voru mikil búdrýgindi að hafa tvö bakarí til að sníkja í svona í næsta nágrenni. Bakararnir voru örlátir og góðir menn.
Allt til milli himins og jarðar
Síðasta verslunin sem mig langar að minnast á er Tommabúð, Framtíðin hét hún formlega. �?ar gat maður keypt allt milli himins og jarðar, súkkulaðikúlur, stígvél, kók, vinnuvettlinga og margt, margt fleira. Undir sama þaki rak svo Dagný, kona Tomma, álnavörubúð. �?að var einmitt þar sem ég fékk eina af mínum fyrstu kápum, rauða svampkápu sem ég skartaði í
kirkjunni á fermingardag Jóns bróður míns. Tóti meðhjálpari sem var eins og mildi Guðs spurði mig þá, þar sem ég stóð við hliðina á Jóni, hvort ég ætlaði ekki að fara að drífa mig í kyrtilinn, – raunar við lítinn fögnuð bróður míns. �?að var, eins og áður sagði, mikil spenna hjá okkur krökkunum í Miðbænum þegar vertíðin byrjaði og bærinn fylltist af aðkomufólki. �?að var heilmikil tilbreyting sem fylgdi þessu fólki og margar urðu þær eftir meyjarnar og eru hér enn. Upp í huga minn koma �?óra Giss frá Selkoti og �?órhildur vinkona hennar en báðar eignuðust þær Eyjastráka fyrir eiginmenn. Einnig man ég eftir færeyskum stelpum sem giftust bræðrunum úr Gerði, Assa og Hallbergi. Já og Helgu Tomm sem kom hér snemma á árunum í kringum 1960 og er hér enn.
Business fyrir krakkana
Vertíðarfólkinu fylgdi �??busisness�?? fyrir okkur krakkana í Miðbænum en það var að �??standa í röð�?? fyrir böllin. Við tókum 25 kr. á miðann en hver maður mátti kaupa 12 miða. Skömmu fyrir opnun miðasölunnar kom svo sá sem samið var við, tók við plássinu í röðinni, gerði upp við okkur og keypti miðana. Oft voru þessa raðir það langar við miðasölu Samkomuhússins að þær náðu að skóverslun Axels �?. �?g hugsa oft um það hvað það eru mikil forréttindi að hafa upplifað þessa tíma. Bátarnir komu drekkhlaðnir í land og unnið í frystihúsunum langt fram eftir kvöldi. Tóti í Turninum sá um að upplýsa heimamenn um hvenær bátarnir kæmu að og stemningin mikil. Við Gréta í Gamla-Bankanum vorum bara 8 ára þegar við fengum fyrstu launaumslögin frá Gústu Sveins í Hraðinu. �?að skemmtilega er að Gréta á sitt umslag enn.
Blaðasalan
�?g ætla að láta það verða lokaorð mín hér að minnast á blaðasöluna sem við krakkarnir í Miðbænum höfðum algeran forgang að. Við seldum pólitísku blöðin, Fylki, Framsóknarblaðið, Brautina og Eyjablaðið. �?að giltu síðan óskráð lög um hver átti hverja götu. Á mínum götum voru margar skemmtilegar persónur, Gaui í Vallartúni, Lulla, kona Gulla í Gerði, sem gaf manni alltaf aukakrónu í hinn vasann. Ekki datt mér í hug í þá daga, þegar ég stóð við dyrnar hjá Lullu, að ég ætti sjálf eftir að eiga þetta fallega rauða hús við Helgafellsbrautina. Svona var þetta á æskustöðvunum �??heima í Eyjum�??. �?g er afar þakklát fyrir árin mín í Eyjum og sannarlega eru Eyjar í hjarta mér- ekki stundum- heldur alltaf,�?? voru lokaorð �?uru.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst