Eyjamaðurinn Valur Heiðar Sævarsson er þessa dagana að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Platan, Íslenska konan, verður til sölu í Blómastofu Vestmannaeyja við Vestmannabraut og í Eymundsson. Platan er þemaplata þar sem umfjöllunarefnið er, eins og nafnið gefur til kynna, íslenska konan.