Karlakór Vestmannaeyja komst áfram í fyrsta þætti, Kórar Íslands á Stöð 2. �?ar kepptu þeir við Gospelkór Jóns Vídalíns sem einnig komst áfram og Kalmannskórinn Akranesi og Bartónar frá Reykjavík. Eyjamenn fóru áfram í símakosningu en Gospelkórinn var valinn af dómnefndinni. Báðir kórarnir sem komust áfram voru vel að því komnir.
Alls taka 20 kórar þátt í keppninni sem koma fram í fimm þáttum. �?á taka við tveir undanúrslitaþættir með fimm kórum í hvorum þætti og mætast fimm þeirra í lokaþættinum. Dómnefndina skipa söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Bryndís Jakobsdóttir og Ari Bragi Kárason, trompettleikari og Íslandsmetshafi í 100 metra hlaupi. Stjórnandi er Friðrik Dór.
�?ll stóðu þau sig vel og lofar þátturinn góðu og uppleggið er að þetta er fyrst og fremst skemmtiþáttur. �?ann pól tóku Eyjamenn. Voru tilbúnir að leggja allt undir og geystust í gegnum Stuðmannalagið �?t í Eyjum í útsetningu Braga �?órs Valssonar af mikilli list og feyknar krafti.
Vel er vandað til þáttarins og hver kór var kynntur með stuttum myndbrotum af æfingum og því umhverfi sem starfa í. Geir Jón var föðurlegur í spjalli á undan og þá tók �?órhallur við sprotanum og þvílíkur kraftur sem þarna losnaði úr læðingi. �?tsetning Braga �?órs er ekki einföld en það stóð ekki í Karlakór Vestmannaeyja sem trilluðu upp og niður tónstigann á þess að stíga feilspor. Geisluðu af karlmannlegri fegurð og sýndu úr hverju Eyjamenn eru gerðir og uppskáru mikið klapp á áhorfendapöllunum.
�?eir heilluðu dómnefnd upp úr skónum og sagðist Ari Braga vilja fá meira að heyra í þeim. Honum varð að ósk sinni því Eyjamenn virðast alltaf eiga gott bakland þegar kemur að símakosningum. En gott gengi þeirra var verðskuldað og verður gaman að fylgjast með �?órhalli og hans köllum þegar kemur að undaúrslitunum. �?ar hef ég fulla trú á okkar mönnum.