Körfuknattleikslið ÍBV vann góðan útisigur á laugardaginn þegar liðið lagði KKF Þóri að velli 79:95. Eyjamenn eiga því enn góðan möguleika á að komast í úrslitakeppni 2. deildar en ÍBV er í þriðja sæti B-riðils með tíu stig, jafn mörg stig og Álftanes sem er í öðru sæti og tveimur stigum á eftir Mostra sem er efst. Tvö lið komast í úrslitakeppni 2. deildar en ÍBV á þrjá leiki eftir, þar af tvo útileiki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst