Coca Cola bikarinn fer fram um helgina og hefst á fimmtudaginn. �?á mæta stelpurnar í meistaraflokki ÍBV Gróttu í undanúrslitunum í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn klukkan 20. Strákarnir spila svo gegn Haukum í undanúrslitunum og hefst leikurinn einnig klukkkan 20.00. �?rslitaleikir fara svo fram á laugardag kl. 13.30 þegar meistaraflokkar kvenna keppa um Coca Cola bíkarinn og karlarnir takasst á klukkan 16.00. Ráða úrslitin úr leikjunum á fimmtudag og föstudag hvort Eyjamenn eiga fulltrúa í þeim salg.
Á sunnudag leika svo 3. fl. kvenna og 3. fl. karla til úrslita. Stelpurnar leika við Selfoss og strákarnir við Val. Tímasetningar tilkynntar nánar síðar.
Miðasala
Miðasala á undanúrslitaleiki meistaraflokkanna er hafin hjá N1 á Básaskersbryggju. Miðaverð á stakan undanúrslitaleik er 1.500 kr. og fyrir börn kr. 500. Miðaverð á báða undanúrslitaleiki saman er kr. 2.000.
Fyrir stuðningsmenn ÍBV á höfuðborgarsvæðinu: Miðasala verður á N1 við Hringbraut á milli kl. 14 og 17, miðvikudag og fimmtudag. Vinsamlegast látið berast til okkar fólks á fastalandinu. Einnig verður hægt að kaupa miða á �?lver Sportbar fyrir leikina.
Handknattleiksdeild ÍBV vill árétta mikilvægi þess að stuðningsmenn ÍBV kaupi miða í forsölu af ÍBV þar sem andvirði miðasölunnar rennur beint til félagsins. ÍBV fær ekki hlutdeild í tekjum af miðasölu á leikstað á leikdegi. Komist lið í ÍBV í úrslitaleiki á laugardag verður tilkynnt sérstaklega um forsölu á vegum ÍBV á þá leiki. Biðjum því stuðningsmenn um að fylgjast vel með tilkynningum á Facebook síðu deildarinnar og á vefmiðlum.
Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar!
�?að þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi stuðningsmanna í þessum leikjum sem framundan eru. Við þurfum öll sem eitt að leggjast á árar með okkar liðum um helgina og styðja þau áfram til síðustu mínútu. Handknattleiksdeild ÍBV hvetur stuðningsmenn félagsins til að fjölmenna í Laugardalshöllina um helgina til að láta vel í sér heyra. Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar!