ÍBV berst fyrir sæti sínu í Pepsídeild karla og sýndi það í kvöld að þeir eru tilbúnir að berjast fyrir því. En því miður höfðu þeir ekki erindi sem erfiði í slagnum á móti Stjörnunni í dag. Leiknum lauk með 1:2 sigri Stjörnunnar og það sem skildi að er að gestirnir nýttu færin sín en Eyjamenn ekki. �?rátt fyrir að hafa skapað sér ótal góð færi en inn vildi boltinn ekki.
ÍBV er því áfram í tíunda sæti með 18. stig, stigi á eftir Fylki sem er í fallsæti þega þrjár umferðir eru eftir.
Á myndinni, sést Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður Stjörnunnar sem áður lék með ÍBV verja snilldarlega. Átti hann sinn þátt í sigri Stjörnumanna.