Eyjamenn enn ósigraðir
13. júlí, 2014
KFS hefur ekki enn tapað leik í B-riðli 4. deildar karla það sem af er tímabilsins. Í gær tók liðið á móti Ísbirninum og hafði betur 2:1. Gauti �?orvarðarson og Tryggvi Guðmundsson komu KFS í 2:0 með marki í sitthvorum hálfleiknum en gestirnir minnkuðu muninn á 75. mínútu en komust ekki lengra en það. KFS er því enn ósigrað í B-riðli, hefur nú unnið 7 leiki og gert eitt jafntefli og er með 22 stig af 24 mögulegum. Eyjamenn hafa sjö stiga forystu á næsta lið en tvö efstu liðin komast í úrslitakeppni deildarinnar.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst