Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem leið en maður sem var að koma til eyja með Herjólfi sl. föstudagskvöld var stöðvaður af lögreglu og við leit á honum fundust ætluð fíkniefni. Maðurinn viðurkenndi að vera eigandi að efnunum og telst málið að mestu upplýst.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en um var að ræða tjón á skyggni sem er á Miðstöðinni. �?arna hafði sendiferðabifreið verið ekið utan í skyggnið þannig að það skemmdist.