Eyjamenn öruggir með annað sætið
27. mars, 2014
Karlalið ÍBV tryggði sér í kvöld annað sætið í Olísdeildinni með sigri á ÍR. �?etta er frábær árangur hjá Eyjapeyjum, enda kom liðið upp úr 1. deildinni en hafa stigið fá feilspor í vetur og eiga fyllilega skilið þann góða árangur. Eyjamenn geta reyndar enn náð efsta sætinu, fari svo að Haukar tapi síðustu tveimur leikjunum og að ÍBV vinni síðustu tvo. En miðað við gengi Haukaliðsins í vetur, eru ekki miklar líkur á því að Hafnarfjarðarliðið tapi tveimur leikjum í röð. En auk alls þessa, þá tryggði ÍBV sér sæti í Evrópukeppninni næsta vetur og þangað hefur liðið tekið stefnuna.
Sigurinn á ÍR í kvöld var reyndar torsóttur og gæti kostað sitt því bæði Magnús Stefánsson og Grétar �?ór Eyþórsson urðu að hætta leik vegna meiðsla. Meiðsli Magnúsar virtust vera öllu verri en hann fór á sjúkrahús eftir að hafa meiðst í fyrri hálfleik og var jafnvel óttast að öxlin hefði farið úr lið. Grétar fékk högg á hnéð en vonir standa til að þau meiðsli séu ekki alvarleg. Leikurinn var lengst af í járnum. ÍR-ingar voru með undirtökin framan af en um miðjan hálfleikinn snerist dæmið og Eyjamenn voru yfir í hálfleik, 13:15. En í síðari hálfleik náðu heimamenn að jafna og komast yfir 21:20 og 22:21. En eins og svo oft áður í vetur, þá voru Eyjamenn sterkastir á lokakaflanum og tryggðu sér sætan sigur með mikilli baráttu og góðum endaspretti.
Mörk ÍBV: Róbert Aron Hostert 8, Andri Heimir Friðriksson 7, Agnar Smári Jónsson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4/1, Guðni Ingvarsson 3, Magnús Stefánsson 1, Sindri Haraldsson 1.
Varin skot: Kolbeinn Aron Ingibjargarson 10.
Með fréttinni fylgir myndband af fagnaðarlátum Eyjamanna og hér að neðan má horfa á viðtal við Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV eftir leikinn.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst