Eyjamenn ykkur er öllum boðið í Einarsstofu í Safnhúsinu í dag
22. nóvember, 2015
Í dag 22. nóvember er formlegur útgáfudagur bókar minnar um sögu Hrekkjalómafélagsins í 20 ár. �?g lofa því að bókin er full af gleði og sprenghlægileg á köflum og fólki á að líða vel við lestur hennar. Formlega kynning verður í Einarsstofu Safnahússins í dag, sunnudag kl. 15.30. Auk þess að fjalla um 20 ára sögu Hrekkjalómfélagsins eru einnig sögur af Jóni Berg Halldórssyni, Didda í Svanhól, Tedda Vestmann og fleirum sem eiga eftir að koma mörgum á óvart en það er mikill fjársjóður í því að halda þessum sögum Eyjamanna til haga svo þær glatist ekki.
Dagskrá; Ásmundur Friðriksson kynnir bókina.
Andri Páll Guðmundsson; Tónlistaratriði.
Siggi Gúmm les úr bókinn; Síðasta fatan í flotanum.
Simmi og Unnur; Eyjatónlist.
Myndaalbúm Georgs �?órs Kristjánssonar heitins, afhent til varðveislu í Safnahúsið og fl. munir eins og dollarmerkið og kannski birtist dúkka Klámkónganna?
Árni Johnsen; Minnist félagsins með nokkrum vel völdum orðum og flytur lokatónlist við hæfi.
�?etta verður snaggaraleg kynning og gleðirík.
Hlakka til að sjá ykkur öll.
Ásmundur Friðriksson

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst