Karlalið ÍBV er á toppi 1. deildar karla þegar þremur umferðum er lokið. Strákarnir unnu Víking í dag í Eyjum en liðin voru fyrir leikin jöfn á toppi deildarinnar. Lokatölur urðu 22:19 og staðan í hálfleik var 11:6. Sigur Eyjamanna var mun sannfærandi en lokatölur gefa til kynna en heimamenn gáfu verulega eftir á lokakaflanum eftir að hafa náð mest níu marka forystu 20:11. Víkingar neituðu hins vegar að gefast upp en tíminn var of naumur fyrir þá.