Eyjamenn enn í baráttunni
1. mars, 2013
Síðari umferð Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld og sem fyrr eru Eyjamenn meðal efstu sveita. Staðan í 1. deild er þannig að fjórar sveitir eiga möguleika á titli, efst er Taflfélag Bolvíkinga með 22½ vinning, næst Víkingaklúbburinn með 22 vinninga, þá Taflfélag Reykjavíkur með 21½ vinning og Taflfélag Vestmannaeyja er með 20½. Eyjamenn hafa aldrei náð að hampa sigri í Íslandsmótinu en nokkrum sinnum endaði í 2. og 3. sæti.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst