Í Íslandsmótinu í 1. deild karla í handbolta er leikin þreföld umferð en í dag var raðað upp í þriðju umferðina. Eyjamenn fá heimaleik gegn Selfyssingum, sem eru í efsta sæti deildarinnar en þremur dögum síðar sækir ÍBV Aftureldingu heim en Afturelding er í öðru sæti á meðan ÍBV er í því þriðja. Það gæti því margt breyst í lok mars þegar leikirnir fara fram en hér að neðan má sjá hvernig 3. umferðin raðast upp.