Eyjamönnum hefur bæst liðsstyrkur fyrir átökin í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í sumar en þeir hafa samið við suður-afríska sóknarmanninn Danian Justin Warley. Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og kvaðst vonast til að fá Warley til landsins sem fyrst en hann hefur verið á mála hjá 1. deildarliði Ikapa Sporting í heimalandi sínu. Eyjamenn fá hins vegar ekki sóknarmanninn Omar Koroma sem vonast var til að kæmi frá Portsmouth.