Karlalið ÍBV hafði betur gegn Stjörnunni í síðasta æfingaleik liðanna fyrir Íslandsmótið en liðin mættust á Helgafellsvellinum í Eyjum síðdegis í dag. Varla hefði verið hægt að velja betri dag veðurfarslega fyrir leikinn en leikurinn bar þess öll merki að leikmenn beggja liða eru óvanir að spila á grasi. Eyjamenn voru talsvert sterkari í fyrri hálfleik og hefðu í raun getað skorað fleiri mörk en í hálfleik var staðan 2:0.