Karlalið ÍBV í handbolta er komið í annað sæti 1. deildar Íslandsmótsins eftir laglega útisigur gegn Fjölni í dag. Lokatölur urðu 21:31 en staðan í hálfleik var 8:15. Með sigrinum komust Eyjamenn aftur upp í annað sæti deildarinnar en þrjú lið eru nú með jafn mörg stig í efstu þremur sætunum, Stjarnan, ÍBV og ungmennalið FH eru öll með 8 stig. ÍR og Grótta koma svo næst með sjö stig en alls eru átta lið í deildinni. Það stefnir því í spennandi vetur í 1.deildinni.