Í kvöld mun lið Vestmannaeyja mæta liðið Snæfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvari. Þetta er annað árið í röð sem Eyjamenn komast í 2. umferð en í fyrra komst liðið áfram sem eitt af stigahæstu tapliðunum. Í ár unnu þeir hins vegar Skagafjörð 69:70 og eru því komnir í 16-liða úrslit á ný.