Eyjamenn sækja í kvöld topplið Vals heim að Hlíðarenda. Valsmenn hafa farið vel af stað í sumar, hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. ÍBV er hins vegar 5. til 9. sæti með þrjú stig eins og Þór, Grindavík, Fylkir og FH. Ian Jeffs er meiddur og ólíklegt að hann verði með auk þess sem Finnur Ólafsson er enn meiddur. Hins veger má Bryan Hughes spila með ÍBV en leikheimild fyrir hann barst í gær.