Í kvöld báru Vestmannaeyingar sigurorð af Skagfirðingum í spurningaþættinum Útsvar. Sigruðu með 70 stigum gegn 69. Það munaði sumsé eins litlu og hægt var. Eyjamenn voru hinsvegar yfir allan tímann. Eftir bjölluspurningarnar var staðan 24-14. Og Eyjamenn fengu fullt hús eða 30 stig í leikrænu spurningunum meðan Skagfirðingar fengu 24 stig. Verður lengi í minnum hafður leikur Sveins Waage, sérstaklega sem loftpressan og konan við rokkinn. Í flokkaspurningunum fengu Eyjamenn 16 stig en Skagfirðingar 15.