Í dag lýkur úrslitakeppni 2. deildar karla í körfubolta en keppnin fer fram á Selfossi og Laugarvatni. ÍBV komst í úrslitakeppninna ásamt sjö öðrum liðum. Keppnin fer þannig fram að fyrst er liðunum átta skipt í tvo riðla og síðan er spilað um sæti eftir að riðlakeppninni lýkur. Þannig leika efstu lið riðlanna í undanúrslitum en næstu tvö leika um sæti. ÍBV tapaði öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og spilar um sjöunda sætið.