Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hefur í gegnum tíðina staðið myndarlega við bakið á hinum ýmsu stofnunum hér í bæ og auk þess hafa margir einstaklingar notið góðs af starfi klúbbsins. Helgafell er í dag stærsti Kiwanisklúbbur Evrópu og stækkar enn, því nú stendur til að stofna svokallaðann græðlingaklúbb í Reykjavík. Sá klúbbur er þá dótturklúbbur Helgafells en Jón Óskar Þórhallsson hefur verið potturinn og pannan í því að koma á hinum nýja græðlingaklúbbi.