Karlalið ÍBV í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn í Fótbolta.net mótinu sem hófst í dag þegar liðið mætti Grindavík í Kórnum í Kópavogi. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir eftir laglegt samspil við Gunnar Már Guðmundsson strax á 6. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0 ÍBV í vil. Grindvíkingar svöruðu hins vegar með tveimur mörkum í síðari hálfleik, þar af einu úr vítaspyrnu en þeir misnotuðu svo reyndar aðra vítaspyrnu undir lok leiksins. Lokatölur því 1:2 Grindavík í vil.